Heimsmót skáta í Japan hefur verið mikið ævintýri fyrir þátttakendur, en 60 íslenskir skátar hafa tekið þátt í almennri og fjölbreyttri dagskrá mótsins. Í dag var verið að taka til á mótinu og segja fararstjórar að margir vilja vera lengur.

Við eigum eftir að fá meira að heyra af dagskránni sem var á heimsmótinu og upplifun þátttakenda.  Nú seinnipartinn í vikunni tóku íslensku skátarnir þátt í pósti sem kallast Samfélag eða Community. Þá var farið með rútu í lítið hérað sem er í um 2 klukkustunda fjarlægð frá Yamaguchi og heimsóttir nokkrir grunnskólar og fyrirtæki.

skolaheimsokn-3-vef

Birgir Þór Ómarsson fararstjóri segir að einn skátaflokkurinn hafi heimsótti skólann MIWA Junior High en krakkarnir þar sem eru á svipuðum aldri höfðu undirbúið heimsóknina síðan í vetur. „Þau tóku á móti hópnum með íslenskri kveðju og héldu sérstaka leiksýningu fyrir okkur. Farið var í leiki, prófaðir drekabúningar og leikið á trommur. Japönsk ungmenni tala yfirleitt enga ensku en það kom ekki að sök og virtust hóparnir skemmta sér vel saman,“ segir Birgir.

Ekkert selfie hér bara gamaldags hópmynd
Ekkert selfie hér bara gamaldags hópmynd

Allir japönsku krakkarnir voru í skólabúningum og þurftu íslendingarnir að fara í sérstaka inniskó áður farið var inn í hátíðarsal skólans. „Það vakti mikla kátínu að sjá stærðarmuninn á fótum okkar krakka og japanan en inniskórnir voru heldur litlir. Japanarnir flissuðu mikið að þessu,“ segir Birgir. „Krakkarnir höfðu útbúið gjafir handa okkur m.a. Samurai hatt sem við fengum afhentan í lokin. Held að allir hafi haft mjög gaman að þessari heimsókn og tækifæri að kynnast þessum krökkum“.

Tíhí, þessi íslensku tröll
Tíhí, þessi íslensku tröll