Laust starf: Þjónustufulltrúi skátamiðstöðvarinnar

Skátamiðstöðin leitar að þjónustu- og upplýsingafulltrúa í fullt starf við fjölþætt skrifstofustörf, upplýsingamiðlun, verslunarrekstur og verkefnastjóra fyrir mismunandi vinnuhópa innan skátahreyfingarinnar.

Leitað er að aðila sem á auðvelt með að vinna í hópastarfi, getur unnið sjálfstætt, sýnir frumkvæði og á auðvelt með að vinna með ungu fólki. Þetta er fullt starf með aðstöðu í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123 í Reykjavík. Vinnutími er alla jafna frá 9-17 virka daga.

Starfssvið m.a.:

  • Annast almenna móttöku, umsjón með kaffistofu, símsvörun
  • Annast skráningu á viðburði, kennslu og vinnu við Nóra félagatal
  • Fylgja eftir innheimtumálum
  • Undirbúa og ganga frá eftir stjórnarfundi
  • Aðstoða við markaðssetningu, skipulagningu og undirbúning viðburða
  • Sjá um heimasíðumál, þriðjudagspóst, fréttaskrif og innsetningu frétta
  • Stýra verkefna- og vinnuhópum um málefni skátahreyfingarinnar
  • Annast almenn samskipti við skáta og aðildarfélög
  • Sjá um verslunarrekstur á skátavörum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta (ritvinnsla – gagnagrunnar)
  • Reynsla af frétta- og greinaskrifum
  • Góð mannleg samskipti
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Æskilegt að hafa starfað sem skáti

Skátamiðstöðin þjónustar skátafélög landsins, annast útgáfumál, fræðslumál, alþjóðleg samskipti, fjáraflanir, sameiginlega viðburði og önnur þau verk sem lúta að rekstri landshreyfingar æskulýðssamtaka. Hjá skátahreyfingunni starfar samhentur hópur atvinnufólks og sjálfboðaliða að því að efla skátastarf í landinu.

Áhugasömum er bent á að senda umsóknir og/eða fyrirspurnir á netfangið: sigridur@skatar.is  Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður skrifstofustjóri, í síma 550-9800.

Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf seinni hluta júlí