Bandalag íslenskra skáta óskar eftir því að ráða framkvæmdastjóra Þjóðþrifa ehf.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Tilgangur starfs:
- að afla fjár fyrir Bandalag íslenskra skáta
- að annast rekstur Þjóðþrifa ehf. og Skátabúðarinnar ehf.
- að stjórna starfseminni og vera málsvari stofnunarinnar út á við.
Ábyrgðar- og stjórnunarsvið.
Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur beggja eininga. Hann sér til þess að rekstur gangi eðlilega fyrir sig, áætlanir séu gerðar, ber ábyrgð á markaðsmálum, fjármálum og starfsmannahaldi, nauðsynleg skýrslugerð eigi sér stað og fyllstu hagkvæmni sé gætt. Hann sér um samskipti við birgja, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, virkur og ábyrgur í starfi. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, eiga auðvelt með samskipti og sýna frumkvæði í starfi.
- Leitað er að einstaklingi sem getur tekið þátt almennum störfum fyrirtækisins ef á þarf að halda.
- Hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til 1. maí. Umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta á netfangið hermann@skatar.is