Langar þig út í heim? – komdu á fræðslukvöld í kvöld á kynningu á tækifærum í alþjóðastarfi

 

Ekki láta þetta fram hjá þér fara. Mættu í kvöld!

Að þessu sinni verður alþjóðaráð BÍS verður með fræðandi og fjárhagslega hagkvæman fyrirlestur á fræðslukvöldi í kvöld fimmtudag 18. september í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123 kl. 19.30 – 21.30,  um styrkjamöguleika í alþjóðastarfi og Erasmus + áætlun Evrópusambandsins – áður þekkt sem sjóðurinn Evrópa unga fólksins. „Okkur langar að kynna fyrir ungmennum í skátastarfi, félögum og stjórnum þeirra og bara öllum þeim sem hafa áhuga þær margvíslegu leiðir  sem bjóðast í að fjármagna alþjóðlegt skátastarf“.

Vel fjármagnað alþjóðastarf laðar að ungmenni til starfa í skátafélögum.

Jón Þór segir alþjóðatengingu skáta laða að ungmenni í skátastarf sem styrki félögin verulega og það framboð sem þau geta boðið sínum ungmennum. „Það er mikilvægt að við látum unga fólkið okkar vita af öllum þeim möguleikum sem eru fyrir hendi og líka fullorðna fólkið sem einnig getur sótt sér styrki og fræðslu erlendis í tengslum við vinnu þess í skátafélögunum“.

Það er  því til mikils að vinna að mæta í Skátamiðstöðina næsta fimmtudagskvöld og koma þaðan margs vísari – og kannski ríkari … af hugmyndum og möguleikum til að fá flugmiða á góðu verði í skemmtileg skátaævintýri í útlöndum.

Skráningu á fræðslukvöldið er hægt að gera í gegnum félagatal hér::   eða  á facebook – viðburð fræðslukvöldsins  hér::

Allir 16 ára og eldri , skátar, stjórnir og starfsmenn skátafélaga, bakland og áhugafólk um  skátastarf eru velkomnir á fræðslukvöldin í Skátamiðstöðinni.  

Fræðslukvöld eru ókeypis. 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar