Landsmótsskátar máluðu bæinn rauðann!

Akureyri er þekkt fyrir mikið lista- og menningarlíf og í þeim póstaleik sem snýr að listum fá skátarnir tækifæri til að leysa af hendi ýmis verkefni í listaumhverfi bæjarins þar sem sköpunargáfan fær að njóta sín.

Akureyrardagur er einn af valdögum þátttakenda á Landsmóti skáta að Hömrum. Deginum er þrískipt; allir flokkar fara í sund, leysa póstaleik og velja sér svo valverkefni eftir áhugasviði.

Valverkefnin voru gefin út nokkrum mánuðum fyrir mót og þurfti hver og einn skátaflokkur að gera upp við sig við hvaða verkefni flokkurinn vildi glíma. Gefin voru út fjölmörg þemu og verkefni og má þeirra á meðal nefna nátturu svæðisins, orkuna, tækni, hjálpsemi við náungann og auðvitað listir!

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar