Landsmót skáta sett í kvöld

Landsmót skáta verður sett að Hömrum við Akureyri við hátíðlega athöfn í kvöld. Mikil eftirvænting er ávallt fyrir mótinu, bæði hjá þeim sem eru að koma í fyrsta skiptið eins hjá þeim sem að hafa komið áður. Setningin spilar þar stór hlutverk og setur tóninn fyrir komandi mótsdaga. Páll Óskar mun svo koma og ljúka setningarathöfninni með mikilli stemningu eins og honum einum einum er lagið.

Síðustu daga hefur verið unnið hörðum höndum að lokaundirbúningi mótsins og er svæðið farið að taka á sig góða mynd. Þátttakendur eru byrjaðir að streyma á mótssvæðið, en reiknað er með um 2.000 þátttakendum. Þegar mest verður er reiknað með að um 6-8.000 manns muni vera á svæðinu.

Bandalag íslenskra skáta (BÍS) stendur að mótinu. Mótsstjórn vísar á nánari upplýsingar á vefnum skatamot.is

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar