Laganefnd hefur tekið til starfa

Skátaþing 2014 samþykkti að vísa framkomnum tillögum stjórnar BÍS um nýtt lagasafn og grunngildi skátastarfs til milliþinganefndar sem skipuð væri einum fulltrúa frá hverju skátafélagi og einum fulltrúa stjórnar BÍS. Nefndin hefur tekið til starfa og hélt fyrsta fund sinn nú í vikunni, fimmtudaginn 15. maí.
Samráð á Skátaþingi

Samráð á Skátaþingi

Verkefni nefndarinnar eru annars vegar að útbúa umsögn um frumvarp stjórnar BÍS að nýjum lögum BÍS, sem lagt var fram á Skátaþingi 2014 og hins vegar að setja saman lagabreytingatillögur telji nefndin þess þörf.

Fyrir fundinn höfðu 15 starfandi skátafélög svarað því hvort þau hyggðust taka þátt í störfum nefndarinnar og verður haft samband við önnur félög á næstu dögum til þess að fá fram hug þeirra til verkefnisins. Ekkert er því til fyrirstöðu að fleiri félög bætist i þennan hóp, það er einfaldlega gert með því að hafa samband við Júlíus í Skátamiðstöðinni.

Nefndin ætlar sér að skila tillögum sínum til stjórnar BÍS eigi síðar en 31. október eins og samþykkt Skátaþings gerir ráð fyrir. Gert er ráð fyrir að skátafélögin fái mikla möguleika til þess að koma sjónarmiðum sínum að í starfi nefndarinnar. Verður það gert með því að opnað verður fyrir athugasemdir og ábendingar á vefnum og einnig verða opnir fundir, t.d. á Landsmóti skáta í sumar.

Í nefndinni eru:

 • Jón Þór Gunnarsson, stjórn BÍS, formaður,
 • Arnlaugur Guðmundsson, Landnemum,
 • Guðmundur Björnsson, Selum,
 • Hanna Guðmundsdóttir, Árbúum,
 • Una Guðlaug Sveinsdóttir, Hraunbúum,
 • Þórhallur Helgason, Segli,
 • Sigrún Ósk Arnardóttir, Haförnum,
 • Aníta Ósk Sæmundsdóttir, Heiðabúum,
 • Aðalsteinn Þorvaldsson, Erninum,
 • Hjálmar Örn Hinz, Vífli,
 • Atli B. Bachmann, skf. Borgarness,
 • Haraldur Júlíusson, Einherjum/Valkyrjunni og
 • Tryggvi Bragason, Kópum.

Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálastjóri, vinnur með nefndinni.

Nefndarmenn vonast eftir þvi að geta unnið þetta í góðu samstarfi við skátafélögin í landinu og hlakka til vinnunnar.

Nánari upplýsingar:

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar