Kynningardagar skátastarfsins!

Dagana 31. ágúst til 12. september kynnum við skátastarfið

Skátafélögin eru hvött til að leggja sig fram um að kynna sitt starf með öflugum hætti á sínum starfssvæðum. Nú er runnið upp „landsmótsár“ og kjörið tækifæri fyrir börn og ungmenni að ganga til liðs við skátana og upplifa landsmótsævintýrið að Úlfljótsvatni næsta sumar.

Kynningargögn fyrir skátafélög

Sem fyrr hefur Skátamiðstöðin útbúið kynningarbækling sem er aðgengilegur á vefnum og fæst einnig í Skátamiðstöðinni. Sérstakur myndabanki er aðgengilegur hér á Skátamál fyrir þau félög sem vilja vinna sitt eigið kynningarefni og hér er líka að finna nokkur skemmtileg myndbönd sem félögin eru hvött til að deila á sínum vefsvæðum.

:: Frekari upplýsingar

Kynning á skátastarfi fyrir almenning

Vefurinn www.skatarnir.is hefur að geyma vandaðar upplýsingar um skátastarfið, viðfangsefni mismunandi aldurshópa og yfirlit yfir skátafélögin og starfssvæði þeirra.

:: Frekari upplýsingar

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar