Kvistirnir á gamalkunnum slóðum

Skátagildið Kvistur á Akureyri fór í haustferð suður í Borgarbyggð nú í september.  „ Við skoðuðum fossinn Glanna og Paradísalautina en á þessum slóðum var haldið Landsmót skáta 1966,“ segir Hrefna Hjálmarsdóttir gildismeistari.  „Við vorum nokkur í  hópnum sem höfðum verið á þessu móti á okkar ungu árum“.
Hörður og Laufey brugðu á leik á Bjössaróló

Hörður og Laufey brugðu á leik á Bjössaróló

Í Borgarnesi gisti hópurinn á gistiheimili hjá Inger Helgadóttur við Skúlagötu. „Það er eins og sniðið fyrir hópa og alveg tilvalið að halda kvöldvökur að skátasið í stóru stofunni enda gerðum við það,“ segir Hrefna. Daginn eftir skoðuðu þau Bjössaróló,  Skallagrímsgarð og komu aðeins við í Einkunnum sem er fallegt  útivistarsvæði skammt norðan við Borgarnes, en þar eiga skátarnir í Borgarnesi útileguskála.

Þeir sem fóru í haustferðina voru:

 • Ásta Sigurðardóttir
 • Friðjón Halldórsson
 • Anna María Snorradóttir
 • Guðný Stefánsdóttir
 • Guðný Sigurhansdóttir
 • Gylfi Ásmundsson
 • Heiða Karlsdóttir
 • Helga Guðrún Erlingsdóttir
 • Hrefna Hjálmarsdóttir
 • Ingólfur Ármannsson
 • Hörður G. Björnsson
 • Laufey Bragadóttir
 • Eyrún Eyþórsdóttir
 • Jónas Finnbogason sem var bílstjórinn okkar
 • Katrín Benjamínsdóttir
 • Oddur Helgason
 • Magna Guðmundsdóttir
 • Bente Lie Ásgeirsson
 • Ólafur Ásgeirsson
 • Björgúlfur Þórðarson
 • Margrét Kristjánsdóttir
 • Snjólaug Aðalsteinsdóttir
 • Þorsteinn Pétursson
 • Úlfar Björnsson

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar