Jarmandi góður áhugi fyrir Íslandi

Á heimsmóti skáta í Japan standa fulltrúar World Scout Moot í ströngu við að kynna mótið og hafa náð að kveikja áhuga fyrir Íslandsferð hjá mörgum, en mótið verður eins og kunnugt er haldið hérlendis árið 2017.

„Það eru búnir að vera langir dagar hér hjá okkur og móttökur hafa verið framar vonum,“ segir Jón Ingvar Bragason, framkvæmdastjóri World Scout Moot, en fjórir fulltrúar Íslands manna kynningarbás og hitta fulltrúa lykilþátttökulandanna. „Þegar þessi orð eru skrifuð er komið vilyrði fyrir þátttöku um 5500 skáta frá 73 löndum,“ skrifar Jón Ingvar í tölvupósti til Skátamála.

Margir líta við á kynningarbásnum

Margir líta við á kynningarbásnum

Guðfinna, Jón Ingvar og Dagmar standa vaktina ásamt Hrönn mótsstjóra

Guðfinna, Jón Ingvar og Dagmar standa vaktina ásamt Hrönn mótsstjóra

Fengu aðstoð vegna mikillar aðsóknar

Jón Ingvar segir að strax á fyrsta degi hafi orðið ljóst að þau fjögur sem eru fyrir World Scout Moot myndu ekki anna eftirspurn eftir kynningu. Eins og gerist á skátamótum eru margir boðnir og búnir til að leggja lið og fljótlega fengu þau aðstoð frá Nathali frá Kólombíu sem tók að sér alla spænskumælandi hópa, og svo kom Manon frá Frakklandi sem sér um frönskumælandi hópa og Ray sem sér um Japönskumælandi hópa.

Jarmandi kindur vekja lukku

Um 500 manns heimsækja básinn á hverjum degi og taka þátt í World sheep game. Í leiknum eiga þátttakendur m.a. að jarma eins og kindur á 5 mismunandi tungumálum. Þetta hefur vakið stormandi lukku og þátttakendur spyrja hver annan um hvernig kind jarmi á þeirra tungumáli.

Áttatíu appelsínugulir kynningarfulltrúar

Íslensku þátttakendurnir á heimsmótinu hefur einnig staðið sig vel í að vekja athygli hinna 30.000 þátttakenda á mótinu fyrir áfangastaðnum Íslandi árið 2017. Moot hópurinn upplýsti þau um helstu atriði og lét þau fá appelsínugulan bol merktan Moot og hefur það vakið mikla eftirtekt.

600 breskir skátar ætla að koma

Í heimsóknum til hinna ýmsu landa hefur stöðugt verið að bætast við þátttökutölur í World Scout Moot á Íslandi árið 2017. Bresku skátarnir hafa tilkynnt að þeir mun fylla kvótan sinn og mæta með 500 þátttakendur og 100 starfsmenn. Brasilía mætir með 250 manns og Síle um 200. Einna mesti áhuginn hefur verið frá Áströlsku skátunum sem virðast yfir sig spenntir að leggjast í þessa miklu langferð heimshorna á milli. Þegar Jón Ingvar skrifaði skeytið um liðna nótt að íslenskum tíma var fjöldi yfirlýsinga um þátttöku kominn í um 5500 skáta frá 73 löndum.

Meira um World Scout Moot

Appelsínugul skilaboð

Appelsínugul skilaboð

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar