Jamboree var magnað

guðny-ros„Mótið var alveg frábært, alltaf eitthvað að gera og hrikalega skemmtileg dagskrá,“ segir Guðný Rós Jónsdóttir í grein í nýútkomnu Skátablaði, en þar lýsir hún för 80 íslenskra skáta til Japan á Jamboree, sem er stærsta skátamótið sem haldið er.

„Ef ég ætti að lýsa þessari upplifun í einu orði myndi ég nota orðið magnað,“ segir Guðný, en hópurinn var úti í tæpar þjár vikur og gerði ótrúlega margt skemmtilegt, eins og lesa má í grein Guðnýjar.

Skátablaðið hefur verið sent til stórs hóps og einnig er það aðgengilegt hér á vefnum.  Skoða Skátablaðið.

Meira að segja umferðarskiltin láku til í hitanum. :)

Meira að segja umferðarskiltin láku til í hitanum. 🙂

Svalt mót – en þokkalega heitt

Það er ljóst af frásögn Guðnýjar að mótið hefur verið gríðarleg upplifun og dagskráin eftirminnileg, en aðstæðurnar voru einnig krefjandi.  „Það er eitt sem við getum öll verið sammála um sem fórum í þessa ferð: hitinn var stundum óbærilegur. Við mættum þarna á mótið á heitasta tímabili ársins, það þýddi ekkert annað en að við kuldavönu Íslendingarnir vorum (eins og spælt egg með sunny side up… ) gersamlega steikt. Á heitasta deginum náði hitinn upp í 40 gráður í skugga, en sem betur fer var enginn dagskrárliður á þeim degi. Margir komu heim með skemmtilegar brúnkur eftir ferðina, aðrir brunnu bara,“ segir Guðný.

Skoða greinina í heild sinni í Skátablaðinu.

:: Sækja PDF (23Mb)

:: Lesa á Issuu

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar