Íslendingur í stjórn heimsambands gildisskáta

Elín Richardsdóttir var á dögunum kjörin í yfirstjórn heimsambands gildisskáta ISGF (international Scout and Guide Fellowship) á heimsþingi þeirra í Bali. Mun hún sitja næstu 6 ár í stjórn ISGF. Elín hefur áður starfað sem landgildismeistari á Íslandi og er meðlimur í St. Georgsgildinu í Kópavogi.

Hvað eru skátagildin?

Elín Richardsdótti

Skátagildin á Íslandi eru regnhlífarsamtök skátagilda, félaga eldri skáta.

Markmið St. Georgsgildanna og skátagildanna er að gera að veruleika kjörorðið „eitt sinn skáti, ávallt skáti“ með því:

  1. að vera tengiliður til eflingar milli skátahreyfingarinnar og eldri skáta
  2. að brýna fyrir gildisskátum að vera hjálpsamir og nytsamir þjóðfélagsþegnar með sterka ábyrgðartilfinningu
  3. að útbreiða skátahugsjónina og veita skátahreyfingunni stuðning
  4. að flytja sannan skátaanda út í þjóðfélagið
  5. að treysta gott samband við Bandalag íslenskra skáta

Hér má lesa meira um ISGF.
Hér er heimasíða Skátagildana.

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar