Írarnir eru komnir!

Flottur hópur írskra skáta lenti í Leifsstöð fyrir stundu. Hópurinn er komin til landsins til að taka þátt í Vetraráskorun Crean sem haldið er hér á landi í þriðja sinn í samstarfi íslenskra og írskra skáta og Landsbjargar.

Frá Leifsstöð hélt hópurinn með rútu í Skátamiðstöðina þar sem óþreyjufullir íslenskir þátttakendur biðu þeirra. Það urðu miklir fagnaðarfundir við Skátamiðstöðina enda er hluti af írska foringjaliðinu að koma hér í annað og þriðja sinn.

Frá Skátamiðstöðinni lá svo förin austur að Úlfljótsvatni þar sem hópurinn mun koma sér fyrir í tjaldbúðum. Dagskrá næstu daga er ótrúlega fjölbreytt og spennandi; klifur, sig, fjölbreyttir fyrirlestrar, hundasleðaferð, bátsferð, hellaferð og snjóhúsagerð eru á meðal þess sem þátttakendur fá að spreyta sig á.

Það eru svo sannarlega margir spennandi og krefjandi viðburðir á dagskrá.

Það eru svo sannarlega margir spennandi og krefjandi viðburðir á dagskrá.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar