„Þetta er frábær vettvangur til að nýta sköpun í skátastarfinu. Við blöndum hefðbundnu skátastarfi við tónlist, leiklist, handgerðarlistir og fleira til að nýta þegar heim er komið,“ segir Jón Ingvar Bragason, viðburðarstjóri. Hann sótti mikla hátíð um páskana ásamt 11 öðrum íslenskum skátum.

IMWe2014_music

Hátíðin heitir á skátalingói IMWe sem stendur fyrir Internationale Musische Werkstatt. Hún hefur oftast verið haldið í Rieneck skátakastalanum í Þýskalandi. „Þar er frábær aðstaða fyrir svona viðburði og það má hvetja skáta til að íhuga hann sem viðkomustað þegar hugað er að utanferðum“, segir Jón Ingvar, en hann hefur undanfarin ár verið í skipulagsteymi IMWe.

Gerir starf okkar áhugaverðara

„Í raun snýst þetta mikið um að hugsa út fyrir boxið og finnaIMG_3067 nýjar leiðir til að gera starfið okkar áhugaverðara,“ segir Jón Ingvar um dagskrána. Þátttakendur taka þátt í vinnusmiðjum á hverjum morgni og eftir hádegi deila þátttakendur yfirleitt reynslu sinni með öðrum í áhugahópum.

Á kvöldin er svo ýmis dagskrá eins og stórleikir, kvöldvaka og tónleikar. Alþjóðakvöldið er líka mikilvægur hluti þar sem skátar kynnast landi og menningu þeirra þjóða sem taka þátt. Allt frá Íslandi til Suður Afríku, Rússlandi til Noregs.

 Undraheimageimurinn er sögulegur

Jón Ingvar segir að val á þema skipti gríðarlegu máli á IMWe og á hverju ári er valið nýtt þema. Í ár var það: „Imaginarium, welcome to the world of wonders“. Byggður var upp ímyndaður heimur þar sem þátttakendur mættu til leiks sem hinar ýmsu furðuverur. Kastalinn er skreyttur hátt og lágt í samræmi við þemað og mikið lagt uppúr að umgjörðin sé vegleg.  Dagskráin yfir vikuna snýst um að þátttakendur lifa sig inn í ákveðna sögu sem IMWe teymið leiðir.

Í fyrra var þemað Japan en á næsta ári verður þemað: Rattlesnake creak, on the rails to the west. Jón Ingvar hvetur skáta til að skoða þátttöku um páskana 2015.  Þátt geta þeir tekið skátar 17 ára og eldri.

Gagnast vel í starfinu

Jón Ingvar er þess fullviss að þátttaka í IMWe hafi skilað sér inn í skátastarfið á Íslandi og nefnir flottur leik sem boðið var uppá á Skátaþingi í mars sem nýjasta dæmið. „Íslendingar hafa tekið þátt í IMWe síðan 1996 og hafa náð í frábært tengslanet víða um Evrópu. Hópur úr því tengslanetið hefur lagt okkur reglulega lið í dagskrá stórmóta, t.d. sá IMWe hópur um heilt dagskrárþorp á Roverway 2009,“ segir Jón Ingvar.  „Í dagskrá skátafélaga má greina mun betri notkun á þema í útilegum, fjölbreyttari kvöldvökum og virkari starfi á marga vegu

IMWE_2014_pollandHittum fullt af fjörugu fólki

Jón Ingvar sótti IMWe fyrst árið 2001 fyrir tilstuðlan Guðrúnar Ásu, sem nú er dagskrárstjóri á Úlfljótsvatni. Hann hefur tekið þátt í skipulagsteymi IMWe frá árinu 2003, en þá vildi svo til að dagskráin féll niður.  „Ég fór samt ásamt bróður mínum til Þýskalands og hittum þar fullt af fjörugu fólki. Á þeim tíma sem ég gekk í teymið áttu sér stað gríðarlegar breytingar á skipulagi IMWe og miklar mannabreytingar en nú er þátttakan stöðug og eðlileg endurnýjun í hópnum. Það eru 11 manns í IMWe teyminu frá 5 þjóðum en við störfum öll á vegum Þýska skátabandalagsins VCP í skipulagninu IMWe“, segir Jón Ingvar, sem strax er farinn að hlakka til næstu hátíðar.

 Nánari upplýsingar

IMWe   www.imwe.net.
Skátakastalinn Burg Rieneck  www.burg-rieneck.de