Hýr og rjóð í Gleðigöngu

Skátarnir voru í fyrsta skipti með vagn í árlegri Gleðigöngu Hinsegin daga sem fram fór á laugardaginn. Fjöldi skáta tók þátt í undirbúningi og í göngunni sjálfri. Vagninn var að sjálfsögðu í skátalegum anda með súrruðu handriði og skreyttur með skátaklútum. Útbúin voru skilti með slagorðum sem vöktu mörg hver mikla athygli. Heyra mátti á áhorfendum að slagorðið „gay gang gúllí gúllí“ hefði vakið mikla lukku.

Inga Auðbjörg var driffjöðurinn í undirbúningi fyrir gönguna. ,,Ég vil fyrst og fremst að það sé alveg ljóst að við tökum öllum opnum örmum ólíkt Bandarísku skátunum“ segir Inga sem er í skýjunum með hvernig til tókst og hve fjölbreyttur hópur skáta úr öllum áttum kom að undirbúningi og framkvæmd. ,,Allir komu með mikið til borðsins og gátu nýtt sína hæfileika til að þetta heppnaðist sem best. Það var líka fallegt að sjá samstöðuna innan skátahreyfingarinnar fyrir þessu verkefni.“

Hópurinn vill færa Hjálparsveit skáta í Reykjavík sérstakar þakkir fyrir lánið á kerrunni góðu og Björgunarsveit Hafnarfjarðar fyrir lánið á bílnum.

Þátttaka skátanna vakti mikla athygli og hefur verið fjallað mikið um hana í fjölmiðlum. Hér má finna hlekki á umfjöllun annarra fjölmiðla.

Vísir birti skemtmilegar myndir hér og hér.

Fjallað var um þátttöku skátanna á mbl auk þess sem myndir af skátum eru í myndasyrpunni sem birt var með umfjöllunni. Sjá hér.

Rúv fjallaði um þátttöku skátanna og ræddi við Vilborgu Norðdahl. Sjá hér.

Glaðbeittir skátar áður en lagt var af stað. Ljósm: Vilhelm

Glaðbeittir skátar áður en lagt var af stað. Ljósm: Vilhelm

gledi_b

Skátar báru skemmtilegar áletranir á skiltum. Ljósm: Vilhelm.

Dans, dans, dans....

Dans, dans, dans…. Ljósm: Vilhelm

Gríðarlegur fjöldi fylgdist með göngunni. Ljósm: Vilhelm

Gríðarlegur fjöldi fylgdist með göngunni. Ljósm: Vilhelm

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar