Hvað ungt fólk getur gert og hvernig

„Af Agora lærði ég margt. Meðal annars hvernig við getum verið virkari og tekið meiri þátt í ákvörðunum og stjórnun, hvernig á að skipuleggja skátamót, búa til verkefni og hvernig skátar starfa í öðrum löndum. Þessi upplifun var frábær í alla staði, ég mæli með því að fólk fari ef það fær tækifæri,” segir Edda Anika Einarsdóttir um Agora sem fór fram Jambville í Frakklandi dagana 8.-13. apríl.
Edda Anika og Tómas sýna bestu hliðar á Íslandi

Edda Anika og Tómas sýna bestu hliðar á Íslandi

Agora er evrópskur viðburður og þar koma saman ungmenni frá mörgum þjóðum.  Edda líkir honum við ungmennaþing þar sem verkefni og fyrirlestar snúast um að efla ungt fólk. Dregið er fram hvað ungt fólk getur gert og hvernig.

Edda Anika sem er úr skátafélaginu Hamri sótti Agora fyrir Íslands hönd ásamt Tómasi Guðmundssyni úr Svönum.  Hún segir að hópurinn hafi átt góða daga þar sem unnið var að mörgum verkefnum og farið í nokkra leiki inná milli. Meðal annars var unnið með Youth empowerment, verkefnið Evrópskir ríkisborgarar og Roverway. Vinnan fór fram með margskonar hætti, meðal annars í litlum vinnuhópum, fyrirlestrum og leikjum.

IMG_5327

Niðurstöður verkefna kynntar fyrir öllum hópnum

 

IMG_20150410_134943

Tiltölulega lítill skortur á góðu veðri

Veður var gott nánast alla tímann og voru því mörg verkefnin unnin úti við í sólinni. Einnig var farið í stutta ferð til Parísar og labbað um borgina og skoðaðir helstu staðir.

Og hér getur þú fengið að vita meira:

 

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar