YESS-04Hvernig eflum við þátttöku ungs fólks í samfélaginu? er spurning sem Liljar Már Þorbjörnsson og Edda Anika Einarsdóttir veltu fyrir sér á námstefnu í byrjun september, en þau voru fulltrúar Íslands á Youth Empowerment Study Session sem haldið var af Evrópuhluta alþjóðasamtaka skáta (WOSM Europe).

Á námstefnunni skiptust þátttakendur á hugmyndum og skoðunum um hvernig efla megi þátttöku ungs fólks í samfélaginu, hvort heldur gagnvart að skátunum sjálfum eða samfélaginu.

Einnig vildi stjórn heimshreyfingar skáta (WOSM) fá fram hugmyndir hvernig þátttaka ungs fólks getur styrkt hreyfinguna og aðstoðað hana við að ná markmiðum sínum að fá fleiri til þátttöku í skátahreyfingunni, en meðal leiðbeinanda voru nokkrir sem eru virkir í alþjóðastarfi skáta.

Þátttakendur voru þrjátíu talsins og stóð námstefnan yfir frá 2. – 6. september, en hún var haldin í Rúmeníu.  Stjórnandi var Ida Mikkelsen.  Þáttakendur voru á aldrinum 16 – 29 ára.

YESS-02
Spennandi að kynnast nýju fólki. Edda Anika á tali við aðra þátttakendur.
Að sjálfsögðu kynntu íslensku þátttakendurnir World Scout Moot sem verður á Íslandi 2017
Að sjálfsögðu kynntu íslensku þátttakendurnir World Scout Moot sem verður á Íslandi 2017. Hér er væntanlega væntanlegur þátttakandi á WSM.

Edda Anika segir að námstefna sem þessi geri skáta hæfari í að móta sínar eigin skoðanir og koma þeim á framfæri og í framkvæmd. „Viðburðir sem þessir kenna þáttakendum á tól til að virkja sjálfa sig og aðra til að taka þátt í eða skapa sína eigin vettvanga til að gera eitthvað uppbyggjandi fyrir skátana eða samfélagið,“ segir Edda Anika og bætir við að það sé mjög fróðlegt og skapi nýjar hugmyndir að taka þá tt í alþjóðlegum viðburði sem þessum.  Það gildi hvort heldur fyrir lífið sjálft sem skátastarfið, en einnig var unnið með hvað þurfi til að vera góður leiðtogi.

„Þetta var mjög skemmtilegt og ég kynnist nýju fólki,“ segir Edda Anika og bætir við að hún myndi klárlega fara aftur ef það stæði til boða. Hún segir íslenska skáta geta dregið lærdóm af slíkum ráðstefnum.  „Hvernig við gerum fólk virkara og áhrifameira bæði í skátastarfi og samfélaginu,“ segir hún.

YESS-05
Liljar Már (til vinstri á mynd) á góðri stund með öðrum þátttakendum í námstefnunni.