Hrönn Þormóðsdóttir var endurkjörin formaður Skátasamband Reykjavíkur á aðalfundi þess sem haldinn var í fyrrakvöld. Fulltrúar allra skátafélaga í Reykjavík sóttu fundinn.
Arthúr Pétursson var einnig endurkjörinn sem gjaldkeri og Baldur Árnason kemur nýr í stjórn. Eftir aðalfundinn er stjórnin þannig skipuð:
- Hrönn Þormóðsdóttir formaður
- Haukur Haraldsson varaformaður
- Arthur Pétursson gjaldkeri
- Valborg Sigrún Jónsdóttir ritari
- Baldur Árnason meðstjórnandi
Einnig var kosið um tvo varamenn og var Páll L. Sigurðsson kjörinn til tveggja ára og Sif Pétursdóttir kjörin til eins árs.
Hafravatn og kynning á tómstundastarfi í skólum
Undir liðnum önnur mál var kynning á stöðu mála og framtíðarvonum á Hafravatnssvæði Skátasambandsins. Þá var einnig samþykkt samhljóða ályktun til Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um kynningu á tómstundastarfi barna og unglinga í skólum borgarinnar.

Nánar um aðalfund Skátasamband Reykjavíkur má lesa á vef SSR :: Kröftugir Reykjavíkurskátar