Hrollvekjandi félagsútilega

Félagsútilega Vifils var farin um síðustu mánaðarmót og þar sem sú helgi hitti á Hrekkjavöku eða Halloween varð þema útilegunnar að sjálfsögðu hrollvekjandi. Farið var í ÍR – Víking skálann í Bláfjöllum með 85 skáta á öllum aldri.
Augljós hrollur

Augljós hrollur

Fjölbreytt dagskrá var í boði og sáu rekkaskátarnir alfarið um skipulagningu og framkvæmd útilegunnar. Boðið var upp á skera út í grasker, halloween-förðun, útileikir, óvissuferð og svo var að sjálfsögðu Halloween-kvöldvaka og margt, margt fleira.
Matur helgarinnar var frekar hrekkjóttur, en boðið var upp á t.d. rauða súrmjólk í morgunmat, grænn rjómi var svo hafður með vöfflunum og ýmislegt þess háttar. Allir skiluðu sér svo hressir og kátir heim á sunnudeginum með litasýnishorn í maganum og góðar minningar.

 

 

Hrollvaka

Hrollvaka

 

Ljómandi hrekkjaker

Ljómandi hrekkjaker

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar