Hrollur er fluttur að heiman…

Tímabundið eða fyrir allt…?

Helgina 28.-30. mars sl. var Hrollur – ævintýraleg útivistaráskorun dróttskáta. Hvað er Hrollur? – Það er útivistarkeppni sem er haldin við Hleiðru á Hafravatni og svæðinu þar í kring. Markmiðið er að þátttakendurnir safni stigum yfir helgina með því að keppa í hinum ýmsu þrautum og að keppni lokinni er sigurliðunum verðlaunað með glæsilegum vinningum.
Hrollur 2017

Verið að undirbúa göngu laugardagsins…

Að þessu sinni voru það 25 hressir þátttakendur sem mættu í roki og rigningu við Hafravatnsafleggjarann á föstudeginum til að labba upp í Hleiðru þar sem þau gistu í tjöldum yfir helgina. Þegar tjöldin voru komin upp fór kvöldið í að skipuleggja gönguleið laugardagsins. Þá þurftu krakkarnir að rifja upp áttavitakunnáttu sína og geta tekið stefnu á korti til að geta skilað inn réttu tímaplani til foringjanna. Kunna ekki annars allir skátar það?…

Fyrsta liðið lagði af stað út í snjóinn og rokið klukkan 07:30 á laugardeginum í göngu um Hafravatn til að leysa pósta og lenda í ævintýrum. Hin liðin fylgdu síðan fljótt á eftir… Orðarugl, slúðurgerð, fjallgöngur, súrringar úr spagettí, prjón án prjóna, bootcamp og #TanSelfie var meðal þrautanna sem liðin þurftu að leysa á leiðinni til að safna stigum.

Hrollur 2017

Get ready, steady, GO! Sunnudagskeppnin að hefjast.

Þegar krakkarnir mættu aftur upp í skála að göngu lokinni klukkan 17:00 kom í ljós að aðeins 16 skátar höfðu „lifað af“ laugardaginn. Það voru nefninlega 9 skátar sem „dóu“ á leiðinni. Ekki örvænta, að „deyja“ á Hrolli þýðir einfaldlega að gefast upp og fara heim… Það voru því aðeins 5 lið (í stað 9) sem fengu hamborgaraveislu að göngu lokinni og tóku þátt í sleikjukeppninni um kvöldið. Hvað ætli það sé? Í sleikjukeppninni fá liðin 5 mínútur til að sleikja upp foringjana og láta þeim líða sem best. Því betri sem sleikjan er því fleiri stig.

Þegar búið var að ganga frá öllu á sunnudagsmorgninum var komið að ÓVÆNTU sunnudagskeppninni. Þar kepptust liðin um að vera fyrst til þess að leysa hinar ýmsu þrautir og fá sem flest stig. Í ár þurftu krakkarnir að elda súpu á prímus,
róa á kajökum á Hafravatni og súrra þrífót – allann tímann klædd í björgunarvesti.

Hrollur 2017

Sigurliðið, Penguinsquad með Herra Hroll.

Að lokum var komið að verðlaunaafhendingunni. Í fyrsta sinn í sögu Hrolls fór Herra Hrollur ekki heim í Mosfellsbæinn heldur í Víflaheimilið. Það var liðið Penguinsquad sem sigraði Hroll 2017 en í því voru 2 strákar úr skátafélaginu Vífli.  Mosverja liðið Mammaþín lenti í örðu sæti og TF-stuð úr Kópum lentu í 3 sæti.

 

Psst.. heyrst hefur að DS. Malmquist frá Klakki hafi verið með besta slúðrið.

Sjáumst aftur að ári! – Hrollsteymið.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar