Hoppikastali um hávetur

Skátar í Reykjavík halda Vetrarmót sitt nú um helgina á Úlfljótsvatni.  Aðaláherslan verður á útivist og að skátarnir fái að njóta sín í vetrarríkinu, en yfir 150 skátar frá tíu ára aldri hafa boðað komu sína. Skálarnir á Úlfljótsvatni verða vel nýttir en einnig ætlar hluti af hópnum að sofa í tjöldum.

Dagskráin er fjölbreytt og má nefna dagsskrárliði eins og hópeflisleiki, bogfimi, sig í stóra klifurturninum á Úlfljótsvatni og svo verður þar fyrsta skipti um hávetur hægt að prófa hoppikastala. Næturleikurinn verður á sínum stað og hann verður Risaviðburður, segir Jón Andri Helgason hjá Skátasambandi Reykjavíkur.

Undirbúningur að Vetrarmótinu hefur staðið yfir frá lok september og standa félögin í Reykjavík saman að undirbúningi. Lagt verður af stað frá Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123 á föstudagskvöld klukkan 20:00 og áætluð heimkoma á sunnudag klukkan 16:00. Mótsgjaldi er stillt í hóf, en aðeins kostar 4000 kr fyrir helgina og innifalið er fullt fæði, dagskrá, ferðir skálagjald og mótsmerki. Allir þeir sem stefna að því að mæta hvort sem það er stutt heimsókn eða dvöl alla helgina eru beðnir um að skrá sig.

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar