Hjálpsamir náttúruvinir í alþjóðastarfi

Skátar finna sig í skátastarfi af margvíslegum ástæðum. Við fengum að kynnast fjölbreytni skátastarfsins í samtölum við skáta á Landsmóti nu í sumar, en þá var tækifærið notað til að fá fram sjónarmið þeirra fyrir framan vídeóvélar.  Skoða vídeó

„Ástæðan fyrir því að ég fann mig svo vel í skátunum er að þetta er ekki keppni. Þú finnur þitt áhugasvið og þroskar sjálfan þig í kringum það,“ segir Liljar Már Þorbjörnsson og bætir við að hann hafi fengið tækifæri til að þroska leiðtogahæfileikana með því að takast á við fjölbreytt verkefni og læra að treysta á sjálfan sig. Liljar sem er í alþjóðaráði skáta segir skátastarfið hafa gefið sér aðra sýn á heiminn. „Þú kynnist fólki sem þú annars hefði kynnst og færð að vita menningu og siði sem þú hefðir annars ekki hugmynd um“, segir hann.

Tvær skátastelpur eru sammála um að það sé hrikalega gaman í skátunum og þeir læri á lifið. „Skátar eru ávallt viðbúnir, þeir eru náttúruvinir og þeir eru hjálpsamir,“ segja þær.

Tveir hressir strákar úr Kópum í Kópavogi hvetja alla til að koma í skátana. „Ef þið viljið gera eitthvað sem hjálpar ykkur í lífinu, jafnvel bjargað mannslífum, eða koma á landsmót eða sofa undir berum himni. Fá lífsreynslu og hafa gaman, þá bara koma í skátana“.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar