4 ný bandalög fá inngöngu í WAGGGS

Í dag hófst 36. heimsþing kvenskáta sem haldið er í Delí, höfuðborg Indlands. Þingið er það fjölsóttasta frá upphafi og eru þar þáttakendur frá 119 lönd. Marta Magnúsdóttir (skátahöfðingi) og Dagmar Ýr Ólafsdóttir (aðstoðar skátahöfðingi) eru fulltrúar íslensku skátahreyfingarinnar á þinginu.

Það var mikil gleði sem ríkti í lok dagsins þegar 4 bandalög fengu formlega inngöngu í Heimshreyfingu kvenskskáta (e. WAGGGS). Við bjóðum eftirfarandi bandalögum hjartanlega velkomin:
Sýrland, Arúba, Azerbaijan og Palestína. 


Fylgist með komandi fréttum frá íslenska fararhópnum í Delí!

Einnig er hægt að fylgjast með opinberu facebooksíðu WAGGGS hér. 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar