HEIMSÓKNARDAGUR: KOMDU OG UPPLIFÐU MEÐ OKKUR!

Í laugardaginn 26. júlí verður mikið um dýrðir á Landsmóti skáta að Hömrum. Mótssvæðið er opið fyrir gestum og gangandi og skátafélögin hafa lagt á sig mikla vinnu við að undirbúa höfðinglegar móttökur.

Formleg hátiðardagskrá hefst kl. 15:00 þegar skátafélögin opna tjaldbúðir sínar. Hvert félag mun kynna sitt þjóðland og heimabyggð, hvert með sínu nefi. Söngur, dans og veitingar eru í boði og má sem dæmi nefna að skátafélagið Fossbúar frá Selfossi býður í 70 ára afmælisveislu félagsins þar sem meðal annars verður boðið upp á sjö metra langa afmælistertu – eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Hátíðarvarðeldur hefst kl. 20:30 og lýkur honum um kl. 22:00 með formlegum mótsslitum og að því loknu verður dúndrandi dansleikur.

Skátar hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að gera sér ferð að Hömrum og upplifa skátaævintýrið í dagstund. Aðgangur er ókeypis og verslanir og kaffihús mótsins eru opin fram á kvöld.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar