Heimsókn frá Lettlandi

Í hádeginu í gær kom hópur frá Lettlandi í heimsókn í Skátamiðstöðina til þess að kynna sér starfsemi skáta á Íslandi.
Hópurinn er samsettur af fulltrúum ráðneyta, sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka í Lettlandi og er hann í kynningarheimsókn hér á landi. Megin tilgangur heimsóknarinnar er að kynnast starfsemi sem tengist æskulýð, með sérstakri áherslu á jaðarhópa. Ferðin er styrkt af sjóði á vegum EFTA.
Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálastjóri BÍS og Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Grænna skáta, kynntu uppbyggingu og starfsemi skátahreyfingarinnar á Íslandi og starfsemi Grænna skáta.
Hópurinn var ánægður með upplýsingarnar og taldi sig geta farið með nýjar hugmyndir heim á leið.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar