Heimsmót skáta (Moot)

Heimsmót skáta (World Scout Moot) eru mót sem haldin eru fjórða hvert ár og eru opin öllum skátum á aldrinum 18 – 25 ára sem eru í skátabandalögum sem aðild eiga að heimsbandalagi skáta (WOSM). Fyrsta mótið var haldið í Kandersteg í Sviss árið 1931 með um 3000 þátttakendum frá 20 þjóðum. Árið 2000 var mótið haldið í Mexíkó með um 3000 þátttakendum frá liðlega 80 þjóðum.  Síðasta mót var haldið í Kanada sumarið 2013 og sótti föngulegur hópur íslenskra skáta það mót.
Næsta mót verður haldið á Íslandi árið 2017.

Nánari upplýsingar um World Scout Moot 2017 er að finna hér.  Annars má líka skoða heimasíðu WOSM: www.scout.org

Íslendingar hafa oft sótt þessi mót, í flestum tilfellum í litlum hópum en þó fóru um 100 róverskátar á Heimsmót skáta (Moot) í Kandersteg í Sviss 1992.  Ef áhugi er á þátttöku í moot vinsamlegast hafið samband við skátamiðstöðina.