Heimsmót skáta (Jamboree)

Heimsmót skáta

Heimsmót skáta (World Scout Jamboree) eru mót sem haldin eru fjórða hvert ár og eru opin öllum skátum á aldrinum 14 – 18 ára sem eru í skátabandalögum sem aðild eiga að heimsbandalagi skáta (WOSM). Íslenskir skátar hafa sótt flest Heimsmót skáta sem haldin hafa verið, fjöldinn hefur verið allt frá einum og upp í á fimmta hundrað skáta. NORDJAMB, 14. Alheimsmót skáta var haldið í Lillehammer í Noregi 1975. Undirbúningur þess var samstarfsverkefni norrænna skáta og voru Íslendingar þar framarlega í flokki. Á NORDJAMB tóku stúlkur í fyrsta skipti þátt í vinnubúðum mótsins. Stúlkur úr skátabandalögum sem aðilar eru að WOSM tóku fyrst þátt í Heimsmóti skáta sem almennir þátttakendur í Kanada 1983. Fyrsta Heimsmótið var haldið árið 1920 í London og á mótið sér því langa sögu. Næsta Heimsmót skáta verður haldið í Bandaríkjunum árið 2019 og er hægt að fylgjast með undirbúningi á vefsíðu mótsins.

Hvað þýðir Jamboree?
Orðið „Jamboree“ (djamborí) er sagt vera úr índíánamáli og þýðir: „Fjöldi stríðsmanna frá mörgum ættflokkum saman kominn til friðsamlegrar keppni“. Hugmynd Baden-Powell með því að halda Alheimsmót skáta var sú að með því að koma á beinum kynnum einstaklinga af ólíkum uppruna, mætti stuðla að friði í heiminum.

Eldri Jamboree
Árið 2007 var mótið haldið í Bretlandi þar sem voru um 42.000 skátar saman komnir í tjöldum í 10 daga þ.á.m. 430 íslenskir skátar. Þetta 21. Heimsmót skáta var haldið í Bretlandi í tilefni þess að þetta ár voru 100 ár liðin frá stofnun skátahreyfingarinnar sem eins og allir vita hófst í Englandi.  Á þetta mót fóru 430 íslenskir skátar og hefur jafn fjölmennur hópur skáta frá Íslandi aldrei sótt eitt skátamót erlendis.

Hér má sjá lista yfir heimsmótin og fleira.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar