Heimsmót 18 – 25 ára skáta á Úlfljótsvatni skipulagt

Undirbúningur fyrir heimsmótið World Scout Moot sem haldið verður á Úlfljótsvatni árið 2017 er í fullum gangi. Nú um helgina voru rúmlega 40 skátar í vinnubúðum á Úlfljótsvatni til að undirbúa og samhæfa samstarf fjölmargra vinnuteyma.  Farið var á Úlfljótsvatn  í bítið á laugardag og komið í bæinn í dag.

World Scout Moot verður stærsti viðburður íslenskra skáta til þessa en undirbúningur miðast við 5.000 þátttakendur á aldrinum 18-25 ára og um 1.000 sjálfboðaliða sem vinna við mótið.   Þátttakendurnir og sjálfboðaliðarnir munu koma frá um 80 löndum, en áætlað er að yfir 5.000 komi erlendis frá.

innihopur

Skipuleggja skipulagið og finna veika punkta

Jón Þór og Hulda - núverandi og fyrrverandi formenn alþjóðaráðs

Jón Þór og Hulda – núverandi og fyrrverandi formenn alþjóðaráðs

Hrönn Péturdóttir mótsstjóri segir að tilgangurinn með vinnunni um helgina hafi verið að tryggja að allir væru upplýstir um hvað væri að gerast í hverjum málaflokki og samstilla vinnu allra starfshópa.

Farið var lið fyrir lið í gegnum verkefni sem þarf að sinna á tímabilinu frá 1. október 2016, en þá hefst formleg skráning á mótið, til 4. ágúst 2017, þegar frágangi á tjaldsvæðum verður lokið.  Farið var í gegnum hver ber ábyrgð á hverju atriði, hvernig verkið verður unnið,  hver mun vinna verkið, hvað þurfi til þess o.s.frv. Með þessu var verið að finna veika punkta í skipulaginu og einnig samstarfmöguleika einstakra starfshópa.

Dyggir stuðningsmenn

João Armando Gonçalves, formaður heimsstjórnar skáta – World Organization of the Scout Movement (WOSM) – kom til landsins til að taka þátt í vinnugleðinni og dvaldi með hópnum á Úlfljótsvatni  yfir helgina.  Joao studdi það dyggilega að mótið yrði haldið hér á landi.  Hann telur að íslenskir skátar hafi allt sem til þarf að bjóða uppá hágæða heimsviðburð.  Þar talar hann af reynslu, bæði af öðrum mótum en einnig hann tengiliður alþjóðahreyfingarinn við íslenska skáta vegna evrópska mótsins RóverWay sem íslenskir skátar héldu árið 2009.

Stephen Peck

Stephen Peck

Stuðningur João og heimsókn hans til Íslands hjálpar til að kynna mótið meðal erlendra skáta og ná markmiðum um góða þátttöku.

Einnig tók Stephen Peck, stjórnandi viðburða á alþjóðaskrifstofu WOSM þátt í vinnuhelginni, en hann er helsti tengiliður alþjóðaskrifstofunnar við íslensku mótsstjórnina.

Gríðarleg reynsla af stórviðburðahaldi

Á Úlfljótsvatni var því yfir helgina mikil uppsöfnuð reynsla af viðburðahaldi.  João er sérfræðingur í dagskrá fyrir þann aldurshóp sem Mootið er haldið fyrir og Stephen starfaði áður sem yfirmaður dagskrármála hjá bresku skátunum og býr því yfir mikilli þekkingu bæði á dagskrá og viðburðahaldi. Þeir eru því miklir reynsluboltar og fékk íslenski hópurinn hjá þeim margvísleg góð ráð.

 

Það er einnig mikil reynsla hjá íslenska hópnum því áhersla hefur verið á að fá reynslumikið fagfólk í mótsstjórnina  og þau vinnuteymi sem tekið hafa til starfa, en þegar eru yfir 70 sjálfboðaliðar komnir til starfa og stöðugt bætist í þann hóp. Þá deildu Guðrún Ása og Ásta Bjarney sem leiddu vinnuna fyrir Rowerway 2009  reynslu sinni til hópsins.

hopurinniLeita áfram að öflugu fólki

Allir skátar og aðrir áhugasamir eru velkomnir í hópinn sem leggur undirbúningi World Scout Moot lið. Þeir sem vilja fylgjast koma inn í smá sem stór verkefni eru hvattir til að láta vita af sér þannig að auðveldara verði að koma upplýsingum til þeirra.

 

Tengdar fréttir

Gerum okkar besta

Hálfur milljarður í veltu á heimsmótsári 

Mikil uppbygging á Úlfljótsvatni

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar