Hagsýnir landkönnuðir

Dreka- og fálkaskátar í Haförnum skelltu sér með Strætó í ferð til Borgarness um nýliðna helgi. Steingrímur Elías Jónsson sveitarforingi í Haförnum segir að þetta sé einfaldlega hagkvæmasti ferðamátinn og Hafernir leggja áherslu á að bjóða upp á starf sem allir geti tekið þátt í.
Súrefnisríkur morgunverður

Súrefnisríkur morgunverður

Hópurinn naut gestrisni Skátafélags Borgarness og gisti í skátaheimilinu frá föstudegi til sunnudags og naut umhverfisins með margvíslegum hætti. Krakkarnir léku sér í Skallagrímsgarði, skrúðgarði Borgnesinga, könnuðu fjörur og heimsóttu sundlaug með þremur rennibrautum, sem fengu góða einkunn skátanna.

Steini segir að skátarnir hafi tekið virkan þátt í skipulagningu ferðarinnar. „Það var ýmislegt brallað í ferðinni en videó-kvöld, sundferð og sykurpúðagrill hljóta að standa uppúr ásamt því að fá fara í sig í boði Freys og Róbert úr björgunarsveitinni á staðnum“, segir hann. „Þau ákváðu einnig hvað ætti að vera í matinn og hópurinn fór saman að versla, auk þess sem krakkarnir sáu að miklu leyti um eldamennskuna“. Ef frá eru taldar vatnssósa vöfflur tókst þeim vel til.

Sjö skátar 9 – 13 ára og tveir fullorðnir foringjar fóru í ferðina. Auk Steina fór Jóhanna Guðmundsdóttir í ferðina, en þau eru bæði foringjar fálkaskátann í Haförnum.

Skátafélagið í Borganesi og Hafernir hafa verið vinafélög í um 27 ár og segir Steini það einhverju hafa ráðið um staðarvalið. Fyrir ári síðan fór annar hópur frá Haförnum í svipaða ferð, en þá til Hveragerðis.

Strengjum vor heit

Strengjum vor heit

 

Starfið í Haförnum lá niðri um skeið, en síðan fékk Skátasamband Reykjavíkur hóp skáta til að koma inn í starfið á nýjan leik. Forsvarsmenn félagsins segja að mikil eining og samheldni ríki í hópnum, enda er starfið að lifna við, eins og sagan af könnuðunum sem héldu til Borgarness um helgina sýnir.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar