Gunnlaugur Bragi Björnsson sem gengt hefur stöðu formanns upplýsingaráðs innan stjórnar Bandalags íslenskra skáta (BÍS) tilkynnti um afsögn sína úr stjórn á síðasta fundi hennar fyrir sumarfrí undir lok júní og óskaði eftir að hún tæki strax gildi.
Gunnlaugur í hópi Spæta á Gilwell námskeiði
Gunnlaugur í hópi Spæta á Gilwell námskeiði

„Mánuðir 14 frá því að ég var kjörinn í stjórn BÍS hafa verið skemmtilegir og gefandi. Ég er afar þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið innan skátahreyfingarinnar og allan þann lærdóm sem störf innan stjórnar og upplýsingaráðs hafa fært mér,“ segir Gunnlaugur Bragi í pósti til upplýsingaráðs. „Það skal viðurkennast að ákvörðunin var mér mjög þungbær en hún var tekin eftir mikla umhugsun og samtal við mína nánustu. Aðstæður breytast hratt og því nauðsynlegt að forgangsraða og viðurkenna þegar maður hefur tekið of mikið að sér“, segir hann og vísar í ný verkefni í starfi sínu hjá Arion banka.

Gunnlaugur segir í kveðjuskeytinu að næstu skref varðandi áframhaldandi störf ráðsins og fulltrúa í stjórn BÍS í hans stað liggi hjá stjórninni. Málið verður á næsta fundi stjórnar í ágúst.

Í upplýsingaráði eru Harpa Halldórsdóttir, Heiður Dögg Sigmarsdóttir, Helga Stefánsdóttir og Jón Halldór Jónasson.

Gunnlaugi Braga eru þökkuð störf hans innan stjórnar BÍS og upplýsingaráðs og við óskum honum heilla í framtíðinni.

Tengdar fréttir: