Gullin fram úr geymslunum

Nú sex vikum fyrir mót er hafist handa við að pakka og ganga frá í gáma til að gera klárt fyrir flutning norður á Akureyri. Skátaflokkar hafa skilað inn valdagskrá svo ekki er seinna vænna en að gera allt klárt.

Landsmótsteymi hittust í gær og grúskuðu í geymslunum til að gera klárt fyrir flutning á búnaði fyrir 20140605_205053Landsmót skáta   norður á Akureyri. Það hefur verið regla við frágang eftir Landsmót skáta að gengið er skipulega frá öllu dagskrárefni í kassa og þeir merktir.  „það gefur okkur gríðarlega mikið að staðið er vel að geymslu á milli móta svo við getum notað þá takmörkuðu fjármuni sem við höfum til að gera betur“ segir Inga Auðbjörg dagskrárstjóri Landsmóts skáta.

Landsmótsteymin hittast nú vikulega og vinna að undirbúningi fyrir mót. „okkar markmið er að gera flott Landsmót“ segir Fríður Finna mótsstjóri Landsmóts skáta. Það er greinilegt að mikill metnaður er lagður í vinnuna og þegar fréttamaður skátamála bar að var 20140605_210813góður hópur sem stjórna helstu dagskrárpóstum að fullu við að grúska og undirbúa.

Landsmót skáta verður haldið á Hömrum við Akureyri dagana 20.-27. júlí. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skatamot.is

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar