Grænna hugarfar

„Nú finnst öllum alveg sjálfsagt að það sé skógur á Úlfljótsvatni, en í upphafi voru ekkert allir allt of sælir með skógrækt á svæðinu. Hugarfarsbreytingin er kannski það mikilvægasta,“ segir Brynjar Bjarnason skógarskáti aðspurður um árangur liðinna ára frá því starf skógarskáta hófst fyrir 27 árum.

skograekt_ulfljotsvatni_002Sýnilegur árangur er að mati Brynjars einnig mikill. „Nú er kominn upp mikill skógur á svæðinu sem var nær alveg skóglaust í upphafi starfs skógarskáta. Þegar við byrjuðum var austurhlíð Úlfarsfells að blása burtu og það var eitt af okkar fyrstu verkum að stöðva uppblásturinn,“ segir hann.

Ekki ætlunin fylla allt af trjám

Fyrstu árin voru gróðursett þau tré sem nú eru aðalskjólbelti í kringum tjaldbúðarflatir, en hin seinni ár hefur aðallega verið gróðursett í fjallið. „Það hefur verið unnið allt frá Fossá og að krossi auk þess að vinna í kringum tjaldsvæðin,“ segir Brynjar og bætir við að vinnan hafi dreifst nokkuð jafnt yfir svæðið með gróðursetningu skjólbelta. Ekki hefur verið tekið saman hvað búið er að planta mörgum trjám en þau séu talin í tugum þúsunda enda svæðið stórt.

Álfarnir fræða

„Við viljum koma með meiri fræðslu um skógrækt og þýðingu skógar á svæðinu og landinu öllu, án þess að fylla allt af trjám,“ segir Brynjar og fræðslan er honum hugleikin. „ Álfastígurinn er verk skógarskáta og er hugsaður sem kennslustígur. Nú langar okkur til að lengja hann og fara að gróðursetja þar ávaxtatré t.d. epla- og plómutré ásamt fleiru og sjá hvort þau geti þrifist þar“.

Starfið er öllum opið

Brynjar segir að allir séu velkomnir í Skógarskátana eða Skógræktarfélag skáta við Úlfljótsvatn, eins og félagið heitir formlega.  Annað kvöld, þriðjudaginn 8. apríl, verður aðalfundur og segir hann að aðalfundastörf verði hvorki flókin né íþyngjandi. Veitingar verða að venju í boði félagsins og fræðsluerindi er á sínum stað og að þessu sinni kemur Guðmundur Finnbogason sem leiðir starf Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni með erindi. Dagskráin hefst kl. 20 og fundurinn er haldinn í Skátamiðstöðinni að Hraunbæ 123.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar