Góð undirstaða fyrir Róverstarfið

Útgáfu nýrrar handbókar fyrir leiðtoga róverstarfs var fagnað í vikunni af helstu aðstandendum útgáfunnar.  Róverstarf er fyrir 19 – 22 ára skáta og er útgáfan veganesti og leiðarvísir í því starfi.
Útgáfuteitið líktist leshring til að byrja með

Útgáfuteitið líktist leshring til að byrja með

Bókin er byggð að leiðbeiningum frá alþjóðasamtökum skáta (WOSM) um innihald og áherslur róverstarfs.  Mikill fjöldi kom að útgáfu bókarinnar hérlendis og var einkum leitað til ungs fólks um góð ráð og samstarf þau rúmu tvö ár sem vinnan hefur staðið yfir. Ritstjórar voru  ánægðir með útgáfuna, en bókin er bæði prentuð og gerð aðgengileg á vefnum okkar, Skátamálum.

Í útgáfuhófinu var einnig fagnað fyrstu eintökunum af nýju merki róverstarfs og kynnt sýnishorn af Róverbókinni, sem hugsuð er sem aðgengileg handbók allra róverskáta í starfi. Texta og myndvinnslu þeirrar bókar er lokið og aðeins ættu fyrstu eintökin eða sýnishorn af bókinni að vera komin úr prentsmiðju fyrir Skátaþing um helgina. Það verður því væntanlega stutt í næsta útgáfuhóf.

Og þá er nú bara að hefja lesturinn

Tengill á nýju bókina – skoða sem issuu útgáfu

Þú getur einnig náð í einstaka kafla bókarinnar sem pdf skjöl:

Inngangur og efnisyfirlit
1. hluti – Hvers vegna?
2. hluti – Skipulag
3. hluti – Hverjir?
4. hluti – Hvað?
5. hluti – Hvernig?

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar