Gleði á Heiðinni

Um liðna helgi glöddust skátar á Hellisheiði þegar viðburðurinn „Hellisheiðar Madness“ var haldinn. Um þrjátíu skátar færðu líf og gleði á Heiðina í skátaskálana Kút og Bæli, sem héldu vel utan um þátttakendur.
SM-2015-09-26-20.33.53

Spilað við ennisljós

Samveran á Heiðinni er eftirsóknarverð

Samveran á Heiðinni er eftirsóknarverð

Markmið þeirra sem stóðu fyrir viðburðinum var að vekja yngri skáta til vitundar um þá möguleika sem skálarnir á Hellisheiði og næsta nágrenni þeirra hafa að bjóða, eins og til dæmis að skella sér í fótabað í Innstadal, sem skátarnir gerðu að sjálfsögðu í rigningunni á laugardag.

Um kvöldið var slegið upp kvöldvöku og samverustund í Bæli þar sem spilin voru dregin upp úr bakpokunum og spilað við ennisljós. Þátttakendur gistu í Bæli og Kút, sem er þar skammt frá.

Bæli hefur aldrei verið flottara segja þeir sem þekkja til á Heiðinni, en skálinn gekk í endurnýjun lífdaga þegar skátafélagið Kópar endurbyggði hann frá grunni fyrir nokkrum árum.

 

Tengd frétt með nánari upplýsingum um skálana >  Uppgötva Hellisheiði 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar