Gaman að takast á við krefjandi verkefni

Eva Rós Sveinsdóttir er þjónustufulltrúi Skátamiðstöðvar og sér um móttöku og afgreiðslu, auk fjölmargs annars. Hún vann í hlutastarfi í sumar en frá septemberbyrjun í fullu starfi, þannig að hún er komin vel inn í starfið.
Oft er annríki í framlínunni í Skátamiðstöðinni

Oft er annríki í framlínunni í Skátamiðstöðinni

Sá sem starfar í afgreiðslu Skátamiðstöðvar þarf að kunna þá list að vera með marga bolta á lofti í einu og vera hvers manns hugljúfi?  Hvernig leggst nýja starfið í Evu Rós? „Heyrðu þetta hefur gengið alveg ágætlega, mikið af nýjum verkefnum til að takast á við og skemmtilegt samstarfsfólk,“ segir hún aðspurð um hvernig gangi, en kom eitthvað á óvart? „Ég hef unnið hér af og til við undirbúning ýmissa viðburða svo að ég hafði einhverja smá hugmynd um hvað ég var að fara að koma mér í. En það sem kom kannski mest á óvart var að Jón Ingvar hefði húmor,“ segir hún stríðin.

Skátabúðin á vefnum á eftir að breyta miklu

Eva segir að það séu miklar breytingar í gangi í Skátamiðstöðinni og breyttar áherslur. „Held nú samt að hinn almenni skáti ogviðskiptavinur verði ekki var við miklar breytingar,“ segir hún. „Eitt af því sem við þurfum að klára er vefverslun Skátabúðarinnar. Verður án efa frábært skref fyrir Skátabúðina, þar sem sífellt fleiri nýta sér vefverslanir enda þæginlegur og góður verslunarmáti“.

En hvers vegna sóttir Eva um starfið í Skátamiðstöðinni? „Ég var búin að vera lengi á sama staðnum, og var orðin kannski aðeins of heimakær þar. Mér er illa við breytingar, svo ef mér líkar vinnustaðurinn er ég er oft lengi þar. Þegar að ég frétti af starfinu fannst mér kjörið að sækja um. Ég þekkti fólkið hér innanhús og finnst skátastarf náttúrulega bara svo ótrúlega skemmtilegt,“ segir hún.

Ótrúlegt nokk, þá á starfsfólkið í Skátamiðstöðinni einnig matar og kaffitíma. Hanna Guðmundsdóttir og Eva í hádegishléi

Ótrúlegt nokk, þá á starfsfólkið í Skátamiðstöðinni einnig matar- og kaffitíma. Hanna Guðmundsdóttir og Eva í hádegishléi

Gilwell-þjálfunin var einstök og frábært að fá að vera þátttakandi

Eva Rós er skáti og starfaði með skátafélaginu Stróki í Hveragerði, bæði sem sveitarforingi og í stjórn félagsins. Á landsmótum skáta hefur hún tekið þátt í dagskrárstjórn, framkvæmdastjórn og í fjölmiðlasetri mótsins. Allt reynsla sem mun gagnast í nýja starfinu.  Eva Rós sat einnig  í ungmennaráði Hveragerðisbæjar, þar sem hópur ungs fólks setti á laggirnar H-húsið, hús fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára, en það var formlega opnað í lok mars 2004.

„Það eru svo ótrúlega mörg eftirminnileg atvik og minningar sem að ég á úr skátastarfinu. Enda búin að vera skáti í yfir 20 ár, sem er alveg ótrúlegt þar sem að ég er svo ung,“ segir Eva kankvís.  „Fór á ótrúlega skemmtilegt skátamót í Belgíu árið 2000. Fyrir mótið var farið vel yfir hvað við ættum að hafa meðferðis í ferðina og var þar talað um „góða gönguskó“. Íslenski hópurinn ferðbjó sig náttúrulega eftir því og mættu allir íslensku skátarnir í „stífum“ gönguskóm og tilbúnir í flest. En þegar út var komið uppgötvaðist að við áttum að ganga langar vegalengdir á malbikuðum götum og stígum. Þetta varð til þess að flestu íslensku skátarnir voru berfættir það sem eftir var verðar vegna hælsæra og sprunginna blaðra. Ekki skemmtilegt þegar að á því stóð, en minningin er góð,“ segir Eva.

Hún sótti Giwelll leiðtogaþjálfun veturinn 2006 – 2007 og í gegnum tíðina fjölda námskeiða á vegum skátahreyfingarinnar. „Gilwell þjálfunin var líka einstök, ég hafði ekki upplifað lengi að „vera skáti“. Þar sem allur tími manns fór í foringjastörf og annað slíkt. Það var frábært að fá að verða þátttakandi að nýju og gera nýja hluti með frábæru fólki,“ segir Eva.

Þá hefur hún einnig farteskinu þekkingu af námskeiðum um varnarviðbrögð, skyndihjálp og táknmál, auk námskeiðs hjá Edinborgarháskóla vorið 2005 í „Communicating in English“.  Eva Rós var í BA námi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands samhliða vinnu og hún stefnir á það að klára félagsráðgjafarnámið á næstu misserum.

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar