Gagnlegur fundur um ný lög

Opni fundurinn um lagamál sem haldinn var í Skátamiðstöðinni á laugardaginn 11. október gekk vel að mati laganefndar og voru fundargestir almennt jákvæðir gagnvart vinnu nefndarinnar, að sögn Júlíusar Aðalsteinssonar.

Fundarmenn tóku vel í hugmynd um að kynna sérstaklega fjögur stór mál, en þau eru:

 • Aðild að BÍS – Bandalagi íslenskra skáta. Markmiðið er að auðvelda sjálfboðaliðum aðild að skátafélögum og BÍS, sem og að efla tengsl fullorðinna skáta.
 • Grunnlög og almenn lög eða ein lög.  Hér snýst málið um afmörkun grundvallarþátta svo sem skátaheiti, skátalög og grunngildi í lögum BÍS
 • Grunngildi BÍS.  Betri grein verði gerð fyrir grunngildum skátahreyfingar­innar í lögum og gætt samræmis við alþjóðasamtökin (sbr. „Constitution“ WOSM og WAGGGS). Hér má einnig sjá kafla í ritinu Kjarni skátastarfs.
 • Stjórn og ráð BÍS. Breytingar á stjórn og stjórnkerfi BÍS tryggi betur framgang hinna fjölmörgu verkefna sem samtökin sinna.

Grunnlögum eingöngu breytt með samþykki tveggja skátaþinga

Fundarmenn voru almennt á þeirri skoðun að betra væri að hafa sérstök grunnlög sem eingöngu yrði breytt með samþykki aukins meirihluta á tveimur skátaþingum. Ánægja var með hugmyndir nefndarinnar um aðild að BÍS.

Skiptar skoðanir voru um kosningar til stjórnar. Meirihluti var fyrir stækkun stjórnar og jafnframt voru viðraðar hugmyndir um stofnun sérstakrar framkvæmdastjórnar sem myndi annast ýmis rekstrarmál og funda örar en öll stjórnin. Lítil umræða var um grunngildin á opna fundinum.

Fundir laganefndar eru opnir

Nefndin mun nú taka þær hugmyndir og athugasemdir sem fram komu á fundinum til skoðunar og úrvinnslu.

Laganefnd fundar alla mánudaga kl. 20:00 í Skátamiðstöðinni og eru áhugasamir skátar velkomnir á fundi nefndarinnar.

Einnig er rétt að minna á vef nefndarinnar lagabreyting.skatamal.is en þar er hægt að kynna sér störf nefndarinnar og senda henni hugmyndir og athugasemdir.

Eftirtaldir mættu á fundinn:

 • Arnlaugur Guðmundsson, Landnemar
 • Atli B Bachmann, Vífill
 • Fanný Björk Ástráðsdóttir, Strókur
 • Guðmundur Ingi Óskarsson, Einherjar/Valkyrjan
 • Hanna Guðmundsdóttir, Árbúar
 • Jón Þór Gunnarsson, Hraunbúar og stjórn Bís
 • Una Guðlaug Sveinsdóttir, Hraunbúar
 • Jónína Sigurjónsdóttir, Strókur
 • Ólafur Proppé, stjórn BÍS
 • Sturla Bragason, Smiðjuhópurinn
 • Hrönn Þormóðsdóttir, Stjórn SSR
 • Júlíus Aðalsteinsson, Skátamiðstöðin

 

Tengd frétt: Lagabreytingar í opnu ferli

Tengt efni: lagabreyting.skatamal.is

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar