Í gær, 24. apríl, var haldinn kynningarfundur um aldursbilamótin sem verða haldin í sumar!

Það var góð mæting og fullt af nýjum og spennandi upplýsingum komu fram.
Almenn stemming er fyrir mótunum og það eru krefjandi og jafn fram mjög skemmtilegir tímar framundan!

Á fundinum gafst fólki tækifæri til að spurja mótsstjórnir útí mótin og velta fram þeim spurningum sem þau höfðu.
Fljótlega verður svo sendur upplýsingapóstur á skátafélögin þar sem fram koma allar upplýsingar fundarins og svör við þeim spurningum sem komu fram. Þeim pósti verður einnig deilt inn á síðu mótsins á Skátamálum, síðuna má finna hér. Þar er gott að fylgjast með fram að móti, því þar verða birtar upplýsingar jafnóðum.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!

Smelltu á mótið til að fá frekari upplýsingar;

Landsmót drekaskáta

Landsmót fálkaskáta

Landsmót dróttskáta

Landsmót rekka- og róverskáta