Fullbókuð aðventuhátíð á Úlfljótsvatni

Aðventuhátíðarkvöld Úlfljótsvatns eru nú haldin í þriðja árið í röð og hafa þau fest sig í sessi. Í ár var boðið upp á fjögur kvöld.  Um liðna helgi var boðið upp á tvö hátíðarkvöld og sama verður um næstu helgi, en þau kvöld eru bæði fullbókuð.
Guðmundi Finnbogasyni finnst ekki leitt að útbúa góðan mat.

Guðmundi Finnbogasyni finnst ekki leitt að útbúa góðan mat.

„Aðventuhátíðin er dagur sem er einkum hugsaður fyrir fjölskyldur, þó svo að það séu allir velkomnir,“ segir Guðmundur Finnbogason, framkvæmdastjóri Úlfljótsvatns. „Við byrjum á föndri og piparkökubakstri, förum svo út og fáum okkur smá kakósopa og pönnukökur við eldinn, reynum fyrir okkur í eplabogfimi og rúsínan í pylsuendanum er svo glæsilegt jólahlaðborð.“

Tekið var á móti gestum á aðventuhátíð bæði á laugardag og sunnudag um nýliðna helgi og segir Guðmundur að vel hafi tekist til. „Gestirnir lýsa yfir mikilli ánægju og skemmta sér mjög vel. Við erum líka svo vel í sveit sett að það er stutt fyrir jólasveina að kíkja hingað úr fjöllunum, sem unga fólkinu þykir nú ekki leiðinlegt.“

Um helmingur gesta eru skátar en aðrir gestir eru sumir hverjir að koma í fyrsta sinn á Úlfljótsvatn. „Það er gríðarlega skemmtilegt að fá hingað nýja gesti og þeir eru margir dolfallnir yfir aðstöðunni og segjast ætla að koma hingað næsta sumar í útilegu.“

Heimilisleg stemning á aðventukvöldi á Úlfljótsvatni

Heimilisleg stemning á aðventukvöldi á Úlfljótsvatni

Guðmundur segir aðsóknina aukast ár frá ári og útlit sé fyrir að dagsetningum verði fjölgað enn frekar á næsta ári. „Næstu helgi erum við með tvær aðventuhátíðir og þær eru báðar fullar. Annað kvöldið er frátekið fyrir gamlan skátahóp sem hittist á hverju ári í kringum jólin og vildi koma á Úlfljótsvatn þetta árið. Ég get ímyndað mér að fleiri slíkir hópar, hvort sem þeir eru starfandi enn eða ekki, gætu viljað hittast með fjölskyldur sínar, og miðað við þátttökuna núna er ljóst að það er alveg grundvöllur fyrir því að fjölga dagsetningum.“

Göngum við í kringum skrýtinn jólasvein ...

Göngum við í kringum skrýtinn jólasvein …

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar