Frumsýndu ungmennalýðræði

Vinnuhópurinn Rödd ungra skáta frumsýndi á Skátaþingi um liðna helgi myndbandið Eflum ungmennalýðræði og er það núna aðgengilegt á YouTube. 

Markmið Raddar ungra skáta er að efla þátttöku 16 – 25 ára skáta í ákvarðanatöku innan skátahreyfingarinnar og fjallar myndbandið um hvernig skátafélög geta stuðlað að því í sínu starfi. Við fáum að skyggnast inn í hugarheim Stebba félagsforingja og hlustum á tillögur ungmennanna í hans félagi. Evrópa unga fólksins styrkti gerð myndabandsins.

Skoða myndbandið Eflum ungmennalýðræði  

Una Guðlaug fagnaði góðum áföngum á Skátaþingi

Una Guðlaug fagnaði góðum áföngum á Skátaþingi

Næstu skref

Una Guðlaug Sveinsdóttir talsmaður hópsins segir að Rödd ungra skáta hafi starfað frá haustinu 2011 og nú sé eiginlegri vinnu þeirra í raun lokið. Auk þess að hafa staðið fyrir ýmsum litlum viðburðum og umræðuhópum skilur hópurinn eftir sig þrjá stóra minnisvarða um vinnuna. „Fyrst ber að nefna myndbandið sem hér er kynnt, en hugmyndin að því spratt upp úr rannsókn sem gerð var sumarið 2012 og einblíndi á það hvernig skátar á aldrinum 16-25 ára upplifðu stöðu sína innan skátahreyfingarinnar. Rannsóknin var unnin með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og framkvæmd af Sunnu Dís Kristjánsdóttur, nemanda í Háskóla Íslands sem ekki er tengd hreyfingunni.

Loks stóð hópurinn fyrir lagabreytingatillögu um stofnun ungmennaráðs BÍS á Skátaþingi 2013, en kosið var í það í fyrsta skipti um helgina“.

Nú bíður hópsins eingöngu lokafrágangur, skýrsluskrif og fjölföldun á myndbandinu til að geta afhent öllum skátafélögum á landinu eintak af því. „Að sjálfsögðu munu meðlimir hópsins halda áfram að halda merkjum ungmennalýðræðis á lofti eins og allir góðir skátaforingjar,“ segir Una Guðlaug.

 Ferskt ungmennaráð

Hugmyndir ungs fólk munu ugglaust fá aukið vægi innan Bandalags íslenskra skáta (BÍS) á næstunni því að á skátaþingi var kosið í ungmennaráð í fyrsta sinn.  Bergþóra Sveinsdóttir formaður ráðsins tekur sæti í stjórn BÍS og í ungmennaráði sem hún fer fyrir sitja Edda Anika Einarsdóttir, Hamri; Erika Eik, Hamri. RS Fantasía; Hulda María Valgarðsdóttir. Ægisbúum og Sigurður Óli Traustason, Vífli. RS. Fantasía

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar