Fræðslukvöld í vetur – Ertu með??

Í vetur verða fræðslukvöld Skátamiðstöðvarinnar eins og áður mánaðarlega á fimmtudagskvöldum  kl. 19.30, að undanskildum desember og maí. Í ágúst var námskeið í notkun félagatalsins, í september verður kynning á styrkjamöguleikum og Erasmus +, Verndum þau, barnavernarnámskeið, í október, námskeið um siði og venjur í skátastarfi í nóvember og námskeið um möguleika í útieldun í janúar.   Nánari upplýsingar um efni fræðslukvölda er að finna undir eftirfarandi linkum:

Ágúst – Fræðslukvöld um félagatal skáta

September – Fræðslukvöld um styrkjamöguleika skátafélaga og Erasmus + áætlunina – leiðbeinandi: Jón Þór Gunnarsson, formaður alþjóðaráðs

Október – Verndum þau – barnaverndarnámskeið frá Barnahúsi – leiðbeinandi frá Barnahúsi

Nóvember – Fræðslukvöld um siði og venjur í skátastarfi – leiðbeinandi: Bragi Björnsson, skátahöfðingi.

Janúar – Fræðslukvöld um möguleika í útieldun – leiðbeinandi: Guðmundur Finnbogason – forstöðumaður Útilífssmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni

Febrúar – Var Emil í Kattholti skáti? Ævintýri í skátastarfi

Mars – Að pakka rétt! – Réttur útbúnaður í skátastarfi.

Apríl – Markaðssetning á netinu – notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu skátastarfs

 

Skráning hér ::

Fræðslustjóri

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar