Forsetamerkið í fimmtíu ár

Forsetamerki skátahreyfingarinnar verður afhent í fimmtugasta sinn næstkomandi sunnudag, þann 11. október. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir merkið við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju kl. 13:00 og að þessu sinni eru það 22 rekkaskátar úr 10 skátafélögum sem veita merkinu viðtöku.
Frá athöfn í Bessastaðakirkju. Anna Kristjánsdóttir fyrir miðri mynd.

Frá athöfn í Bessastaðakirkju. Anna Kristjánsdóttir fyrir miðri mynd.

Í ár eru 50 ár liðin frá því Forsetamerkið var afhent í fyrsta sinn, en það var 24. apríl 1965 sem Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi forseti, afhenti það tuttugu og einum dróttskáta. Allar götur síðan hefur Forsetamerkið verið afhent árlega í Bessastaðakirkju og eftir athöfnina á sunnudag munu 1.359 skátar hafa tekið við Forsetamerkinu úr hendi forseta Íslands.

Við athöfnina á sunnudag mun Ólafur Ásgeirsson, fv. aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri og handhafi Forsetamerkis númer eitt, flytja hugvekju.

Forsetamerkið er starfsmerki og er það veitt þeim skátum sem um 18 ára aldur hafa stundað fjölbreytt og krefjandi skátastarf um að minnsta kosti tveggja ára skeið og haldið um það dagbók sem þeir leggja fram starfi sínu til staðfestingar.

Listi yfir þá rekkaskáta sem veita munu Forsetamerkinu viðtöku í ár:

 • Hulda María Valgeirsdóttir, Ægisbúar
 • Védís Helgadóttir, Ægisbúar
 • Aníta Ósk Guðnadóttir, Eilífsbúar
 • Katrín Lilja Pétursdóttir, Kópar
 • Edda Anika Einarsdóttir, Hamar
 • Erika Eik Bjarkadóttir, Hamar
 • Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir, Skjöldungar
 • Sæbjörg Einarsdóttir, Svanir
 • Erla Björk Kristjánsdóttir, Skátafélag Akraness
 • Hafdís Ósk Jónsdóttir, Skátafélag Akraness
 • Hrönn Óskarsdóttir, Skátafélag Akraness
 • Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir, Skátafélag Borgarness
 • Eiríkur Egill Gíslason, Vífill
 • Erik Hafþór Pálsson Hillers, Vífill
 • Eva Lára Einarsdóttir, Vífill
 • Hilmar Már Gunnlaugsson, Vífill
 • Hjalti Rafn Sveinsson, Vífill
 • Kristín Helga Sigurðardóttir, Vífill
 • Kristófer Lúðvíksson, Vífill
 • Sigurður Pétur Markússon, Vífill
 • Snorri Magnús Elefsen, Vífill og Mosverjar
 • Stefán Gunnarsson, Vífill

Þegar Forsetamerkið var veitt fyrir 50 árum voru það dróttskátar sem veittu því viðtöku. Í fyrsta hópnum voru þessir:

 • Ólafur Ásgeirsson, Skátafélag Akureyrar
 • Bjarni Axelsson, Kópar
 • Gunnar Helgason, Skátafélag Akureyrar
 • Pétur Torfason, Skátafélag Akureyrar
 • Þorsteinn Pétursson, Skátafélag Akureyrar
 • Hallgrímur Indriðason, Skátafélag Akureyrar
 • Brynjar Skaftason, Skátafélag Akureyrar
 • Einar Rafn Haraldsson, Skátafélag Akureyrar
 • Guðmundur Páll Jóhannesson, Skátafélag Akureyrar
 • Halldór Pétursson, Skátafélag Akureyrar
 • Ólafur Ólafsson, Skátafélag Akureyrar
 • Páll A. Pálsson, Skátafélag Akureyrar
 • Heiðar Víking Eiríksson, Skátafélag Akureyrar
 • Óli Þór Ragnarsson, Skátafélag Akureyrar
 • Stefán Stefánsson, Skátafélag Akureyrar
 • Kristján Jóhannesson, Skátafélag Akureyrar
 • Gísli Heimir Sigurðsson, Skátafélag Akureyrar
 • Níls Gíslason, Skátafélag Akureyrar
 • Tryggvi Árnason, Skátafélag Akureyrar
 • Sigurður Ingi Skarphéðinsson, Skátafélag Akureyrar
 • Viðar Aðalsteinsson, Skátafélag Akureyrar
Frá skemmtun í gamla Skátaheimilinu við Snorrabraut. Tryggvi Þorsteinsson er lengst til hægri.

Frá skemmtun í gamla Skátaheimilinu við Snorrabraut. Tryggvi Þorsteinsson er lengst til hægri.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar