Forsendur fyrir jákvæðri sjálfsmynd

„Sköpum börnum og ungmennum forsendur til mótunar jákvæðrar sjálfsmyndar,“ er yfirskrift yfirlýsingar sem gefin er út í tengslum við forvarnarátakið „Vika 43“, sem SAFF – samstarf félagasamtaka í forvörnum stendur að og taka skátarnir þátt í þeirri vinnu.
Yfirlýsing viku 43 - smella á mynd til að skoða

Yfirlýsing viku 43 – smella á mynd til að skoða

Í ár er þema vikunnar sjálfsmynd barna og unglinga og allt sem henni viðkemur. Slagorð vikunnar er: „Líkar þér við þig?” og vísar það m.a. til samfélagsmiðla og áhrifa þeirra á sjálfsmyndina.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars „Sjálfsmynd okkar byggist á því hvernig við metum okkur sjálf, eiginleika okkar og hegðun, hver við erum og hvers virði okkur finnst við vera. Hún verður til í samskiptum okkar við annað fólk og mótast af þeim skilaboðum sem við fáum frá þeim sem við umgöngumst mest. Myndin sem við höfum af okkur sjálfum fæðist af því félagslega umhverfi og aðstæðum sem við búum við; verður neikvæð eða jákvæð eftir atvikum.“

„Jákvæð sjálfsmynd er sennilega einhver sterkasta forvörnin gegn hvers kyns áhættuhegðun,“ segir síðar í yfirlýsingunni.

 

Tengt efni:

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar