Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi Íslands hittust í gær til að tala um Byggjum betri heim verkefnapakkann.

Marta afhenti Katrínu verkefnabókina sem skátarnir ætla að notast við til þess að ná því markmiði að gera heiminn að betri stað.

Verkefnabókin Byggjum betri heim er byggð á fræðsluefni sem danskir skátar létu gera, en efnið byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Verkefnabókina og fleiri upplýsingar um þetta nýja og spennandi verkefni má finna hér.