Flottur hópur skáta býður sig fram á skátaþingi

Upplýsingasíða um frambjóðendur á Skátaþingi 2014 í embætti hjá BÍS hefur verið opnuð á skátamálum. Á síðunni er að finna upplýsingar um hvern frambjóðenda, persónulega hagi og skátaferil. Um er að ræða mjög frambærilegan hóp og skátarnir eru stoltir af öllu því flotta fólki sem býður sig fram til starfa.

Á skátaþingi er kosið um fjögur embætti í stjórn BÍS og fjóra fulltrúa í sex fastaráð.  Að auki er kosið í önnur embætti s.s. uppstillingarnefnd, skátarétt og Úlfljótsvatnsráð.

Sjálfkjörið er í öll embætti nema í ungmennaráð þar sem sex bjóða sig fram í fjögur laus sæti. Og formann upplýsingaráðs þar sem tveir bjóða sig fram í eitt laust embætti.

Kynnið ykkur þennan flotta hóp.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar