Fjör við undirbúning Moot

Það er mikið fjör þessa dagana á Moot skrifstofunni í Skátamiðstöðinni. Gríðarlegur fjöldi fyrirspurna berst á hverum degi eftir því sem nær dregur stóru stundinni að 15th World Scout Moot byrji þann 25. júlí nk. Að mörgu er að hyggja varðandi undirbúning og stuðning við komu 5000 skáta til landsins í júlí.

Skátamál leitaði viðbragða hjá Jóni Ingvari Bragasyni framkvæmdastjóra World Scout Moot við nýjustu uppákomunni þegar starfsmenn brugðu sér í björgunarvesti í tilefni dagsins „já við sáum hreinlega enga aðra leið þegar okkur beið ókleift fjall tölvupósta eftir helgina og úti voru viðvaranir um skæða tölvuárásir. Við skelltum okkur bara í vestin og sigldum á móti straumnum og erum farin að sjá til lands“.

Hlutverk moot skrifstofunnar er að tryggja stuðning við þá 200 sjálfboðaliða sem vinna nú baki brotnu að undirbúningi mótsins. Verið er að tryggja aðföng mótsins allt frá tjöldum, til merkinga til sérstakra standa fyrir svokölluð „squat toilets“.

Dagarnir eru oft langir hjá okkur og óvæntir hlutir sem koma upp, yfirleitt fæ ég skilaboð öllum tímum sólarhringsins þar sem fararstjórar þeirra 100 landa sem koma eru að biðja um upplýsingar. Segir Jón Ingvar og bætir við að eitt það besta var sl. föstudagskvöld þegar fararstjóri heimtaði að fá að borga fyrir 29 skáta og það helst strax en gleymdi sjálfur að ganga frá formlegri skráningu.

 

:: Heimasíða Moot

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar