Fjör á Fræðasetri skáta um helgina

Í tilefni af Safnahelgi á Suðurlandi verður Fræðasetur skáta með opið á morgun laugardag og á sunnudag frá kl. 12-16.

Boðið verður upp á leiðsögn um setrið, starfsemi þess kynnt og gestir fá að fræðast um skráningu og flokkun á skátamunum og minjum. Sýndar verða skátakvikmyndir frá fyrri tíð og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.

Fræðasetur skáta er staðsett rétt austan við Ljósafossstöð og er gráupplagt að leggja bílum þar og ganga upp að setrinu.

fraedasetur-kort