Fjölskyldan á Úlfljótsvatn yfir Verslunarmannahelgina

Úlfljótsvatn býður um verslunarmannahelgina upp á fjölbreytta fjölskyldudagskrá eins og undanfarin ár. Allir eru eins og alltaf velkomnir á tjaldsvæðið og engin þörf á að vera skáti til að geta notið sín.
Útsýni úr klifurturni

Útsýni úr klifurturni

Leikhópurinn Lotta, bogfimi, bátar, klifurturn, vatnasafarí, hoppukastalar, folf, varðeldar og smiðjur að hætti skáta er meðal þess sem er í boði. Hægt er að kaupa sérstök armbönd sem gilda í dagskrá yfir helgina. Þau kosta 2.000 kr. en einnig er hægt að kaupa í einstaka dagskrárliði. Sjá tímasetta dagskrá neðar í frétt.

Um Verslunarmannahelgina verður einnig sérstakur bananaleikur í gangi alla helgina fyrir yngstu krakkana á tjaldsvæðinu. Krakkarnir leysa hin ýmsu verkefni eins og t.d. að teikna mynd af Úlfljótsvatni, búa til blómvönd, spreyta sig í þrautabraut eða hjálpa til við kvöldmatinn. Þegar þau hafi lokið 12 af 16 mögulegum verkefnum fá þau gefins litla gjöf og banana í þjónustumiðstöð. Bananaleikurinn er innifalinn í tjaldsvæðisgjaldi.

Úlfljótsvatn er fjölskyldutjaldsvæði

„Við viljum taka það sérstaklega fram að Úlfljótsvatn er fjölskyldutjaldsvæði hugsað fyrir fjölskyldufólk og hér er kyrrð á svæðinu frá miðnætti“, segir Guðmundur Finnbogason fram-kvæmdastjóri á Úlfljótsvatni og hann áréttar að ölvun sé ekki leyfileg á svæðinu þó að mönnum sé velkomið að fá sér vínglas með matnum.

Á liðnum árum hefur aðstaðan á Úlfljótsvatni byggst upp, bæði afþreying sem og hreinlætisaðstaða. Tjaldsvæðið er eins og áður segir öllum opið og allir velkomnir.

Ókeypis er fyrir 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Fullorðnir greiða 1.400 kr. fyrir gistingu fyrstu nóttina á tjaldsvæðinu, önnur nótt kostar 1.200 kr. og allar nætur eftir það 1.000 kr., ef allt er greitt í einu við komu á svæðið. Mögulegt er að fá tengingu við rafmagn og kostar það 1.000 kr. hver nótt.

Fjölskyldustemning á tjaldsvæðinu

Fjölskyldustemning á tjaldsvæðinu

Tímasett dagskrá um Verslunarmannahelgina

Föstudagur
16-17 Myndapóstaleikur um svæðið
16-23:30 Frítt kaffi í þjónustuhúsinu á meðan fólk er að koma sér fyrir

Laugardagur
10-12 Hoppukastalar
11-12 Myndapóstaleikur
11-12 Bogfimi
13-15 Bátaleiga
14-15 Folf kennsla
15-16 Barnavarðeldur
16-18 Skátasmiðja (efniskostnaður ekki innifalinn í dagskrárgjaldi)
16-17 Poppað yfir opnum eldi
17-18 Þrautabraut
17-18 Turn
14-17 Vöfflusala í Gilwell skálanum
21-22 Varðeldur að skátasið

Sunnudagur
10-12 Hoppukastalar
10-12 Hnútakennsla
13-15 Bátaleiga
14-17 Vöfflusala í Gilwell skálanum
14-16 Skátasmiðja (efniskostnaður ekki innifalinn í dagskrárgjaldi)
15-16 Vatnasafarí
16:30 Leikhópurinn Lotta
16-18 Turn
21-22 Varðeldur að skátasið

Mánudagur
10-12 Hoppukastalar
10-12 Bogfimi
13-15 Bátaleiga

Stutt að fara

Úlfljótsvatn er vel staðsett miðsvæðis á Suðurlandi aðeins 40 mínútna akstur frá Reykjavík og 20 mínútur er verið að aka frá Selfossi. Frá Úlfljótsvatni er svo aðeins um 20 mínútna akstur að Þingvöllum og 40 mínútna akstur að Gullfossi.

Vefsíðan fyrir Úlfljótsvatn er ulfljotsvatn.is

og svo er Úlfljótsvatn líka á facebook 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar