Fer á Gilwell til endurmenntunar

„Ég fór reyndar á Gilwell 1998 og fékk einkennin ári síðar, en datt í hug að þetta væri ágæt leið til endurmenntunar,“ segir Þórhallur Helgason, betur þekktur sem Laddi, en hann er í 25 manna hópi sem fer af stað í Gilwell-leiðtogaþjálfunina næstu helgi, laugardaginn 16. janúar.

MinningablurrP1070797Laddi er starfandi í skátafélaginu Segli og í dagskrárráði Bandalags íslenskra skáta. Bæði vegna þessara starfa sinna, auk þess að vera kennaramennaður segist hann vera forvitinn um hvernig Gilwell-leiðtogaþjálfunin sé í dag. „Ég hef alltaf haft áhuga á kennslu og skátarnir hafa verið mín leið til að kenna án þess að vinna sem kennari.“ Hann segist vel geta hugað sér að leiðbeina á námskeiðum seinna meir. „Svo heillar þriðja perlan líka pínu,“ bætir hann svo glettin við í restina sem enn einni ástæðu fyrir að fara á Gilwell.

Fáum mögulega fleiri þátttakendur og betri foringja

Laddi sótti á sínum tíma vikulangt Gilwell-námskeið og hann segir að það hafi vissulega sinn sjarma. „Gilwell ’98 var ógleymanleg upplifun, heil vika í útilegu á Úlfljótsvatni verður það óhjákvæmilega,“ segir hann.  Í dag er Gilwell-leiðtogaþjálfunin tekin í styttri áföngum eða skrefum sem yfirleitt er dagur um helgi, þó einnig sé boðið upp á helgarpakka á Úlfljótsvatni.  Laddi segist skilja vel hvers vegna breytingin var gerð.  Það er erfiðara fyrir eldra fólk að „hverfa” í heila viku, sérstaklega yfir sumartímann og það kom margoft fyrir að námskeiðið féll niður vegna ónægrar þátttöku.  Þannig að á móti fáum við mögulega fleiri þátttakendur og þar af leiðandi betri foringja,“ segir hann.

Innihald námskeiðanna hefur einnig tekið breytingum. Hvernig líst Ladda á þær? „Miðað við það sem ég hef heyrt þá er nýi starfsgrunnurinn tæklaður á Gilwell þannig að, já, það ætti að vera góð leið til að kynnast honum.  Vona það allavega,“ segir hann.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar