Félagaráð leitar að fleiri félögum í vinnuhópa sína

Vinnuhóparnir eru skipaðir fjölbreyttum hópi skemmtilegra skáta á öllum aldri, bæði talið í árshringjum og skátaárum. Verkefni þeirra er að útbúa stuðningsefni fyrir skátafélög – verkfærakassana. Um leið og þeir sinna mikilvægu verkefni er þetta mjög skemmtileg og gefandi vinna í góðum hóp, sem sést kannski best á því að allir fyrrum meðlimir hafa gefið kost á sér til áframhaldandi vinnu! Við þurfum hins vegar að bæta við okkur, og nú erum við aðallega að leita að fólki sem hefur reynslu og/eða áhuga á samskiptum – góðum og slæmum – og hvernig það hefur áhrif á starfið í skátafélögunum.

Þetta á t.d. við um samskipti innan félagsstjórna/félagsráðs, samskipti félagsstjórna við foringja, hvernig á að tækla vandamál í skátasveitinni, hvernig er best að vinna með börnum með athyglisbrest og ofvirkni, hvernig vinnur maður með foreldrum og margt fleira.

Ef þetta vekur áhuga þinn, eða þú telur að þú hafir eitthvað annað til brunns að bera sem nýtist í starfi félagaráðs, hafðu samband við Fríði Finnu, fridurfinna@skatar.is og heyrðu meira!

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar