Fara viðbúin inn í sumarnámskeiðin

Stjórnendur útilífsskólanna þurfa að vera við öllu búnir og um helgina var haldið skyndihjálparnámskeið fyrir þá. Einnig sóttu það þátttakendur í leiðtogaþjálfun Gilwell-skólans en sömu kröfur eru gerðar til þeirra.  Tólf þátttakendur sóttu námskeiðið og voru sumir með eldri réttindi en vildu rifja upp.
... og settur í læsta hliðarlegu.

… og settur í læsta hliðarlegu.

Námskeiðið sem var öllum opið tók alla helgina enda fullgilt 12 tíma námskeið.  Farið var ítarlega í rétt viðbrögð við því sem getur komið upp og áhersla lögð á verklega kennslu til að tryggja enn betur rétt handbrögð þegar óhapp eða slys ber að höndum. Farið var yfir rétt viðbrögð í aðkomu að slysum, þ.e. að tryggja öryggi,meta ástand, sækja hjálp og síðan að veita skyndihjálp.  Endurlífgun var æfð, hvernig á stöðva blæðingar og greina á milli hvað er alvarlegt og hvað ekki.

„Það er mikilvægt að greina hættulega áverka og geta metið hvenær þarf aðstoð,“ segir Sigrún Jónatansdóttir stjórnandi námskeiðsins og hún var ánægð í námskeiðlok. Hún er björgunarsveitarmaður með réttindi til kennslu í skyndihjálp. Hún starfar með Hjálparsveit skáta í Garðabæ og er einnig í skátafélaginu Vífli í Garðabæ.

 

 

 

 

 

Ávallt viðbúin

Ávallt viðbúin

Sigrún sýnir rétt viðbrögð

Sigrún sýnir rétt viðbrögð

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar